fbpx
Shop
Product Details

TRAIN ALUNG – STYRKTARÞJÁLFUN FYRIR 60PLÚS

á mán á mán

Lýsing

Train Alung er styrktar-, hreyfanleika og liðleikaþjálfun fyrir 60 ára og eldri. 

Öll þjálfun hjá Train Station miðar að einstaklingsmiðaðari þjálfun og er unnir sérstaklega með hvern og einn.

Allar æfingar eru stílfærðar fyrir hvern og einn eftir getu, styrkleika og veikleika og hver og einn æfir algjörlega á sínum hraða og undir álagi við hæfi.

Alung tímarnir taka 30-60 mín eftir líkamsástandi og getu og eru í boði 4 daga vikunnar á milli 9 og 10. 

Það er misskilningur margra að halda að líkamsrækt sé eingöngu fyrir yngra fólk. 

Líkamsþjálfun fyrir eldra fólk er gríðarlega mikilvæg og sýna rannsóknir í þeim efnum að með reglubundinni hreyfingu er hægt að hægja á þeim öldrunarbreytingum sem verða í líkamanum með hækkandi aldri. Þessar breytingar eru meðal annars, minnkað úthald, minni vöðvastyrkur, verra jafnvægi og minni viðbragðsflýtir. En þó ákveðnar lífeðlisfræðilegar öldrunarbreytingar séu óhjákvæmilegar á þó hreyfingarleysi stærri þátt í slæmu líkamsástandi margra eldri borgara.

Hjá Train Station greiðir þú einungis eitt verð fyrir alla þjónustu sem er í boði.

Viltu betri upplýsingar? sendu okkur þá póst trainstation@trainstation.is